Monday, September 25, 2006

Contact info

I don't think I'll be doing much blogging from now on.
But for those of you whom want to stay in touch here are my contact details :)

asdisk_gmail.com
mobile: 617-6634


Cheers

Tuesday, August 29, 2006

Komin heim!

Mig hefur alltaf langað til að koma heim svona Supplies eða Surprise eins og einhverjir kalla það ;)
Þeir einu sem vissu að ég var að koma voru Svanur, Svava syst og Sibbi bró. Þau komu því um kring að mamma var búin að elda lambalæri handa Svani því hann var að koma í mat , svo stuttu eftir að hann mætti á svæðið þá birtist ég í stofunni og mamma hélt að hún væri farin að sjá ofsjónir! hí hí alveg óborganlegur svipur á henni :)
Nú verður maður að fara að vinna í að hitta vini og vandamenn, en næst á dagskrá er að fara hringferð um landið og klífa á nokkur fjöll og svoleiðis.

Annars er voða gaman að vera komin heim :)

Monday, July 31, 2006

Stressið í algeymingi!Af mér er það helst að frétta að ég er ALLTAF í skólanum!
Metið er 17 tímar .. og það er setið við allan tímann skal ég segja ykkur rétt svo tekin pása til að narta í gulrætur og harðfisk jú og svo var vissulega tekin pása til að hella upp á kaffi :)
Ég er á að halda lokakynninguna mína fyrir deildina eftir 10 daga og þar verða allir prófessorar deildarinnar sem og masters og doktorsnemar. Þetta verður ábyggilega ekki svo leiðinlegt ef allt gengur að óskum!

Það síðasta sem ég gerði markvert var að taka þátt í Duathloni, eða tvíþraut fyrir 3 vikum. Hljóp 5 km, hjólaði 25 km og hljóp 2 km. gekk bara vel, lenti í 3 sæti í mínum flokk :) En það sem var magnaðast við þetta er sársaukinn þegar maður stígur af hjólinu og fer að hlaupa aftur! Það er sko engu líkt, svoldið eins og að hlaupa með kústskaft í gegnum...any hú þá var skelfilega fyndið að horfa á fólkið í kringum sig sem var aða reyna að hlaupa en gat það eiginlega ekki, þetta var svona eins og að horfa á grínmynd um áttræð kyðfætt gamalmenni að keppa í 400 m ;)

Næstu helgi er svo aftur dúathlon og stefnan að taka þá í því.. í þetta sinn held ég að ég taki bara styttri vegalengdina því þá á maður eftir heilan dag í lærdómi.. annars er þetta eina æfingin sem maður fær því ég hef ekkert æft síðan í hálfmaraþoninu í byrjun júní.. búin að hlaupa 3 svar já og svo bara beint í keppni.. hehe en að vanda þá ég tek ég hvíldina fyrir mót mjög alvarlega ;) ..ja fyrir utan þa að læra 2/3 hluta sólarhringsins!

Thursday, July 13, 2006

Rugby og ströndin
Það var stór dagur hjá okkur nýsjálendingum á Laugardaginn þegar við tókum í lurginn á Áströlum í Rugby. Íslendingar og aðrir fjölmentu á völlinn það var auðvita massa stuð!! Við unnum 32-12 og þetta var aldrei nein spurning All Blacks eru lang lang bestir!!

Við Þorbjörg í góðum fíling :)

Annað sem vert er að nefna að ég er búin að kaupa mér freeeekar flott götuhjól sem ég ætla að nota í Duathlon keppni á sunnudaginn ..
Annars eru allir daga eins.. og ég eyði mestum tíma sólahringsins inni á skrifstofu að skrifa ritgerðina mina.. nema í dag! Ég átti erfitt með að koma mér af stað, var í skólanum til miðnættis í gær og eitthvað löt að koma mér af stað. Auk þess var frábært veður úti og mig langaði rosalega að eyða smá tíma í sólinni. Endaði með því að við forum öll á ströndina með kajak og nesti og höfðum það rosa fínt. Komum svo heim og fengum okkur pönsur og kaffi ☺
Ég reyni svo að taka á því lærdómnum núna og til miðnættis… eins og sést, þess vegna er ég að blogga ;)
Svo er hérna ein mynd af nýja húsnæðinu mínu

Friday, June 30, 2006

Ástralíuferð


Þetta fór náttlega allt vel að lokum! Við misstum reyndar af fyrsta deginum en áttum tvo góða daga í eyðimörkinni :)
Ég læt bara myndirnar tala sínu máli.. ég er svo löt að skrifa ;)

Á leið í óperuna, ekki beint í óperudressinu ;)

Við eyddum sennilega umþb 2 sólarhringum af 5 á flugvöllum og í flugvélum.

Ég var rosa ánægð að komast á áfangastað, loksins!!

Eyðimörkin


Sólin að setjast yfir Uluru, Ayesrock

Kata Tutja

Kings CanyonJeppinn sem við ferðuðumst í :)

Ég var rosa ánægð með að hafa ekki séð neina snáka í ferðinni, svo fer maður í sakleysi sínu inn á bar og þar bara blasir þetta við manni!! Gædinn okkar var rosa ánægður : Frábært svo við fengum borð við snákabúrið!!! ég ákvað bara að minn staður væri hinu megin í húsinu, við barinn hehe ;)

Thursday, June 22, 2006

Ef fall er fararheill

tha erum vid systur a leid i frabaera ferd!!
Vid erum svo otrulega utan vid okkur badar ad thad aetti ad banna okkur ad ferdast saman!
Vid ss akvadum ad skella okkur i systraferd inn i eydomork Astraliu!
Gamanid byrjadi med thvi ad vid komumst ad thvi 2 dogum fyrir brottfor ad midarnir heim vorum ovart bokadir i lok juli i stadin fyrir juni.. vid thurftum ad kaupa nyja mida, daldid dyrt spaug! Ef thetta var ekki nogu slaemt tha lentum vid i seinkun i christchurch sem olli thvi ad vid misstum af tengifluginu og thruftum ad standa i stappi vid flugfelagid thvi enginn vildi taka abyrgd a thessu. bolvud laggjaldaflugfelog! vid gatum ekki fengid flug fyrr en daginn eftir svo vid missum af safarihopnum okkar og thurfum ad fljuga til Uluru til ad hitta thau.. hehe svo til ad korona thetta allt erum vid staddar a flugvellinum i Sydney nuna thar sem ollu flugi hefur verid frestad vegna thoku!! madur getur ekki annad en bara hlegid ad thessu hihihihi

En vid attum godan dagi Sydney i gaer, forum i siglingu og ut ad borda, endudum svo a ad fara i operuna ad sja Romeo og Juliu.. thetta var nattalega blessun i dulargervi ad stranda i herna... spurning hvad gersit ef vid komumst ekki med fluginu i dag ;)

Sunday, June 18, 2006

Kjötsúpa og Paint ball

Best að segja frá helginni úr því ég gerði yfir höfuð eitthvað ;) Eftir skóla á Laugardaginn, þann 17. Júní hittust íslendingarnir í Christchurch heima hjá Líney sem bauð í kjötsúpu, rúgbrauð og kleinur namm namm namm :) Þar fengum við líka skemmtlegar fréttir, Björg okkar úr saumaklúbbnum hafði unnið verðlaun fyrir besta leikkona í stuttmyndakeppni hér í Canterbury og myndin var valin besta myndin! Við Svava komumst því miður ekki á keppnina því ég var í Auckland og Svava komst ekki frá krökkunum.. synd og skömm, við erum auðvitað rosa stolt af henni! Svo munu menn ætla að fjölmenna fyrir framan sjónvarpið á fimmtudag en þá verða alla myndirnar sem komust áfram í keppninni verða sýndar og eftir það er símakosning.. við höldum að Peter Jackson sé i dómnefndinni á bakvið tjöldin og nú verði leiðin bein og breið fyrir hana :)

Annars fór ég í PAIN-Ball í dag ég var nú ekki í mínu besta stuði verði ég að segja en þetta var samt fínt. Menn stóðu í þeirri meiningu fyrir leikinn að ég væri rosalega aggressív og vildu alls ekki vera á móti mér í liði hehe skil ekkert í hvaðan þetta kom en ég reyndi mitt besta að æsa menn upp og sagðist vera búin að æfa að skjóta í mark alla vikuna ;) hins vegar var þetta ekkert rosa sniðugt.. ég var í útlendingasveitinni með algjörlega óvönu fólki eins og mér sjálfri á meðan hitt liðið saman stóð af MEAN ASS KIWIS sem tóku sko í lurginn á okkur.. ég var umkringd af 5 óvinum á einum tíampunkti og fékk skot í bakið af stuttu færi og djöfull var það vont!! ég er að fá massa marblett á bakið eftir þetta helvíti..
Ég var eitthvað hálfslöpp og eftir þetta skot lét ég Michelle fá það sem ég átti eftir af kúlunum og hún var fljót að klára þær og yfirgefa leikinn hehe :)